Fréttir

Það vantar pláss á vettvangi!

Útlit fyrir að takmarka þurfi fjölda í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun

19.3.2024

Ef ekki verður unnt að útvega fleiri vettvangsnámspláss getur þurft að grípa til fjöldatakmarkana í starfsréttindanámið við Háskólann á Akureyri

Hér er orðsending frá Iðjuþjálfunarfræðideild HA:

Kæru starfandi iðjuþjálfar um land allt!

Takk fyrir frábæra samvinnu við deildina síðustu árin. Vettvangsnám er mikilvægur hluti af námi iðjuþálfa og einn af lykilþáttum þess er að mennta iðjuþjálfa til starfa í samfélaginu. Síðustu árin hefur nemendafjöldi innan iðjuþjálfunarfræðideildar HA farið vaxandi og því bráðvantar fleiri vettvangsnámspláss fyrir nemendur í starfsréttindanáminu.

Ef þú átt pláss fyrir nema hafðu þá samband við Hafdísi Hrönn, hafdisp@unak.is